141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

106. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tek undir viðvaranir hv. þm. Lilju Mósesdóttur og legg einnig til að frumvarpinu verði vísað aftur til nefndarinnar. Í umræðu í nefndinni var spurst fyrir um hvort þetta gæti ógnað snjóhengjunni eða þeim vanda sem við glímum við í snjóhengjunni. Við fengum svör við því en ég tel að það þurfi enn ítarlegri svör við því hvort þetta geti ógnað vegna þess að hagsmunirnir eru svo miklir að erlendir aðilar geta ekki stofnað verðabréfasjóð á Íslandi og flutt þannig út gjaldeyri. Þess vegna þarf að fara aftur í gegnum þetta í nefndinni og ég mun sitja hjá við allar greinar málsins vegna þeirrar óvissu.