141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:55]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það var álit stjórnlagaráðs að rétt væri að taka þetta nýmæli inn í stjórnarskrá og ég styð það eindregið. Meiri hluti utanríkismálanefndar komst að sömu niðurstöðu.

Það sem vekur athygli mína í þessu er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt sem svo að breytingin á mannréttindakaflanum frá árinu 1995 hafi verið undir þeirra forustu en þá var einmitt tekið úr stjórnarskrá ákvæði sem skyldaði menn til að bregðast við herkvaðningu svo framarlega sem þeir gátu borið vopn. Hér er því í rauninni ekki um efnisbreytingu að ræða heldur áréttingu. Þetta er ákveðin þróun. Gamla ákvæðið um að kalla mætti vopnfæra menn til að taka þátt í vörn landsins var afnumið fyrir alllöngu síðan, 1995. Nú erum við hingað komin en þá bregst Sjálfstæðisflokkurinn þannig við (Forseti hringir.) að slíkt beri vott um skammsýni. Það veldur mér miklum vonbrigðum.