141. löggjafarþing — 81. fundur,  14. feb. 2013.

samskipti lögregluyfirvalda við FBI og aðkoma innanríkisráðherra.

[11:39]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Virðulegi forseti. Eitt aðeins til upprifjunar og glöggvunar: Með réttarbeiðni er átt við að við Íslendingar séum að framkvæma lögregluaðgerð fyrir annað land.

Ég var spurður um hverjir væru íslenskir hagsmunir. Það var réttilega bent á það af hálfu hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur að ég legði áherslu á að gæta íslenskra hagsmuna. Og hverjir eru þeir? Íslenskir hagsmunir eru að farið sé að íslenskum lögum og þeim reglum sem við höfum sett okkur. Get ég fullyrt að engin tengsl séu á milli aðskiljanlegra mála, tölvu hér í þinginu, aðvörunarorða í júní um meinta tölvuárás á stjórnkerfi ríkisins og aðra aðila og síðan þessarar heimsóknar? Nei, ég get ekki fullyrt um það.

En ég get fullyrt um hitt, (VigH: Þess vegna … rannsóknin … ) og nú bið ég þingheim að hlusta: Ég get fullyrt að mér var sagt að morgni dags 25. ágúst árið 2011 að koma bandarísku alríkislögreglumannanna tengdist sakamálarannsókn í Bandaríkjunum á hendur Wikileaks. Það var fullyrt í mín eyru eftir fundi sem boðað hafði verið til af hálfu ríkissaksóknara þar sem fulltrúi innaníkisráðuneytisins kom. Ég átti einnig samtal við ríkissaksóknara. Ríkislögreglustjóri kom þar einnig að.

Á grundvelli þessara upplýsinga fer ég með málið aftur inn í ráðuneytið og spyr hvort þessi heimsókn sé í samræmi við þá réttarbeiðni sem kom í júní 2011. (Gripið fram í: Eru bara íslenskir hagsmunir …? ) Ákvörðun ráðuneytisins hefur hins vegar ekkert með Wikileaks að gera, nei. (VigH: Nei?) Hún hefur ekki með Wikileaks að gera heldur snýr hún (Forseti hringir.) að beiðninni sem slíkri. Ég hef hins vegar vakið athygli á því (Gripið fram í: Nei.) að það er (Forseti hringir.) Wikileaks sem um er að ræða.

Ég vil segja við hv. þm. Siv Friðleifsdóttur þegar hún talar um „whistle blower“ (Forseti hringir.) þ.e. einhvern sem er aðvörunaraðili: Það er til annað sem (Forseti hringir.) heitir tálbeita. Og gæti verið að það hefði átt að nota þennan dreng (Forseti hringir.) sem tálbeitu í máli gegn Wikileaks? (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Ég hef trú á því að svo hafi verið. (ÞKG: … rannsaka þetta mál. Þú átt ekki að stoppa það.)