141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[21:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir þessa fyrirspurn. Við spurðum nákvæmlega að þessu í umfjöllun nefndarinnar. Við fengum þær upplýsingar frá ráðuneytinu að farið hefði verið yfir þessar breytingar, að frumvarpið hefði verið sent Eftirlitsstofnun EFTA, sem ekki hefði gert athugasemdir við þá aðferð og það upplegg sem er í frumvarpinu hvað varðar frekari skilgreiningu á ríkisaðstoðinni og sérstaklega aðgreiningu á milli almannaþjónustuþáttarins og þess þáttar sem fellur undir samkeppnisrekstur.