141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:56]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf):

Virðulegi forseti. Stjórnarskrármálið er klárt til lokaumræðu og afgreiðslu. (Gripið fram í.) Afstaða mín hefur alla tíð legið skýr fyrir; það á að reyna á meirihlutavilja Alþingis við afgreiðslu málsins. Vantraust og þingrof er vísasti vegurinn til að útiloka að Alþingi geti lokið þessu einstaka og um margt árangursríka kjörtímabili með því að sigla stjórnarskrármálinu heilu í höfn í samræmi við þjóðarvilja. Ég segi því nei.