141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[17:09]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að beina þeirri spurningu til hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur hvort hún telji að ein af ástæðum þess að verið er að reyna að breyta stjórnarskránni, þ.e. af hálfu stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðslum og svo af hálfu stjórnarflokkanna, sé aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2009.