142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[20:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil óska hv. þingmanni til hamingju með jómfrúrræðuna og hrósa honum fyrir hana, hún var efnisrík og góð. Þó að það sé ekki til siðs á Alþingi að koma í andsvör við jómfrúrræðu vakti eitt athygli mína. Og af því að hv. þingmaður er sérfróður á þessu sviði og þær staðreyndir og tölur sem hann var að rekja vöktu mig til umhugsunar langar mig að spyrja: Telur hv. þingmaður að hækkunin hafi þegar, í ljósi tímans sem er liðinn, verið færð inn í verðlagningu fyrirtækjanna? Og hver telur hv. þingmaður að verðteygnin sé í þessu út frá almennum efnislegum forsendum? Mér leikur forvitni á að vita það.