142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

8. mál
[18:55]
Horfa

Flm. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef einungis eina spurningu til hv. þingmanns núna og svo mun ég freista þess að svara ýmsum spurningum hv. þingmanns í stuttri ræðu hér á eftir.

Hv. þingmaður spurði mig í sinni ágætu ræðu: Af hverju að leggja þessa þingsályktunartillögu fram núna, hvers vegna ekki að bíða með hana fram á haust? Ég skildi það svo að þetta væri ein af spurningum hv. þingmanns og þá langar mig til þess að spyrja á móti: Ef það yrði beðið með þessa tillögu fram á haust mundi hann frekar samþykkja hana þá?