142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[23:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Eins og forseti tók eftir krafðist ég þess ekki að hæstv. ráðherra væri við umræðuna, vakti einfaldlega athygli á þeirri staðreynd að hann er ekki einasta fjarri úr þingsalnum heldur er hann ekki einu sinni í Alþingishúsinu að fylgjast með umræðunni eins og þó oft er um ráðherra.

Hinu kallaði ég eftir að nefndarformaðurinn, Jón Gunnarsson, sem ég hygg að til séu nokkrar ræður eftir héðan úr stólnum síðustu fjögur árin eða svo um mikilvægi þess að menn séu við umræður, að sá ágæti þingmaður sé við umræðuna enda fer hann fyrir nefndinni og fyrir þeim tillögum sem eru til umfjöllunar. Ég spyr hæstv. forseta hvort hann hyggist gera hlé á þingfundi þangað til nefndarformaðurinn er kominn hingað til fundar og auðvitað geta einhverjar skýringar verið á því. Það hefur hent alla nefndarformenn kannski einu sinni eða tvisvar að þeir hafa þurft að vera fjarri umræðu, en að vera klukkutímum saman fjarri umræðuna án þess að vera hér til að svara spurningum eða bregðast við er náttúrlega algerlega óviðunandi, virðulegur forseti.