142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[18:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég er hér eins og oft áður í togstreitu. Þessi leið, með sínum háu þröskuldum, er mér erfið út af því að ég óttast að það sé þröskuldur á lýðræðisumbætur. Aftur á móti er þetta að sama skapi bráðabirgðaákvæði sem gæti hjálpað til við stjórnarskrárbreytingar. Ég ætla því að sitja hjá.

Við píratar munum ráðfæra okkur við baklandið okkar á eftir út af því að það lá ekki fyrir fyrr en í dag, þetta samkomulag á milli formannanna. Við ætlum þar af leiðandi ekki að standa í vegi fyrir að málið fari áfram í 3. umr. og í lokaatkvæðagreiðslu.