142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:18]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil bara halda því til haga að ég hef hvorki ásakað þingflokksformennina tvo né formann allsherjar- og menntamálanefndar. Mér finnst aftur á móti mjög mikilvægt að það komi fram að það eru aðrir valkostir en þeir sem við stöndum frammi fyrir núna.

Mér finnst tillaga hv. þm. Kristjáns L. Möllers mjög góð og legg til og skora á að hinir ungu formenn stjórnarflokkanna grípi tækifærið og sýni að vinnubrögðin hér næstu fjögur ár verði ekki af þessu tagi.

Mér finnst líka mikilvægt að það komi fram út af tímasetningum í dag að fundurinn sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vísaði í var ekki í morgun heldur um eftirmiðdag. Ég fékk ekki ábendingu um að þurfa að skipa í þessa nefnd fyrr en eftir hádegi.