143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:33]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Það er rétt að það eru mikil tækifæri í atvinnulífinu, það eru mikil tækifæri í landbúnaði og í sjávarútvegi eins og hv. þingmaður kom inn á. Við þurfum hins vegar að skapa fyrirtækjunum þannig umhverfi að kraftarnir sem þarna eru, tækifærin, beinist í réttar áttir, að við höldum áfram að nýta þessar hugmyndir og kunnáttuna, tæknina sem orðin er í að fullvinna betur sjávarafurðirnar, nýta nánast hvert einasta snitti sem kemur af fiskinum.

Það er ágætt fyrir þá sem ekki hafa séð það að kíkja í Fréttablaðið í dag þar sem er mjög greinargóð skýringarmynd af því hvernig við erum að nýta fiskinn. Það er ánægjulegt að sjá, og ég veit að þetta er líka þróunin í landbúnaðinum; það er verið að nýta nánast hvert einasta snitti sem kemur af þessum afurðum.

Ég er sammála hv. þingmanni, það eru mörg tækifæri sem bíða okkar þarna.