143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

störf þingsins.

[15:02]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Eitt af okkar stóru hlutverkum sem píratar er að hakka okkur inn í það hvernig stjórnkerfið virkar og gera þær upplýsingar aðgengilegar almenningi. Við höfum stofnað starfshóp um að kortleggja leikreglur stjórnkerfisins og ég mun fyrir hönd Pírata sitja í þingskapanefnd sem mun endurskoða leikreglur þingsins.

Sem hluta af þeirri vinnu mun ég nú í haust nota tækifærið, sem forseti þingsins hefur skapað, til að skilja leikreglur þingsins betur. Forsætisnefnd hefur nefnilega úrskurðað samhljóða að bjallan muni óma í hvert sinn sem ég sleppi hefðbundnum ávörpum þingmanna og ráðherra. Við slíkan undirleik get ég að sjálfsögðu ekki sinnt hlutverki mínu sem kjósendur hafa treyst mér fyrir og mun ég því tilneyddur ávarpa þingmenn háttvirta og ráðherra hæstvirta.

En ég get ekki séð að þingforseti, sem er stjórnvald á Alþingi, hafi heimild til að trufla störf þjóðkjörins þingmanns í ræðustóli á grundvelli hefðar þrátt fyrir að sú hefð hafi lagagildi, hvað þá að þingforseti geti verið úrskurðaraðili í eigin sök þegar hann og þingmann greinir á um stjórnarskrárbundnar valdheimildir embætta. En þingforseti hefur úrskurðað að svo sé og að sá úrskurður sé endanlegur. En hér sjáum við skemmtilegt tækifæri því þingforseti hefur mögulega opnað dyrnar á óhefðbundið atriði, að fá úr því skorið hver embættismörk hans eru og valdheimildir. Ég er með lögmanni Pírata að skoða möguleika á því að fá dómstóla til að skera úr um mismunandi skilning okkar forseta á lögum um stjórnarskrá um þessi mál. Við viljum meina að þingforseti sem er þingmaður, og þannig sé hann löggjafarvald — en sem þingforseti er hann stjórnvald eða yfirvald þingsins og því skuli Hæstiréttur, samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar, skera úr um embættismörk hans.

Okkur er bent á að málinu verði vísað frá en þá höfum við fengið það staðfest að þingforseti er úrskurðaraðili í eigin sök þegar hann og þingmann greinir á um þessi atriði og þá þarf að endurskoða það. Enginn á að geta verið úrskurðaraðili í eigin sök þegar kemur að stjórnarskrá og eigin embættismörkum. En allt þetta er liður í stærra verkefni okkar pírata til að gera stjórnkerfið og leikreglur þess aðgengilegar almenningi og kannski svolítið áhugaverðari. Starfshópurinn mun funda reglulega, skrá einhverja pírata á Facebook og ...