143. löggjafarþing — 8. fundur,  14. okt. 2013.

ræktunartjón af völdum álfta og gæsa.

[15:35]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég vil aftur á móti ítreka tvennt sem ég spurði að. Hefur hæstv. ráðherra skoðað eða kynnt sér og hyggst þá eftir atvikum taka þátt í samstarfsverkefni nokkurra ríkja um að bregðast við þessu vandamáli og fylgjast með stofnstærð fugla og eiga kannski samleið með aðferðum um breytingu varnaraðferða til þess að lágmarka tjón af þeirra völdum? Að endingu ítreka ég þá spurningu mína hvort núverandi hæstv. umhverfisráðherra hyggist skera sig frá öðrum umhverfisráðherrum og láta verkin tala þannig að ljóst verði í það minnsta fyrir næsta vor að við verði brugðist.