143. löggjafarþing — 12. fundur,  30. okt. 2013.

aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.

18. mál
[18:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Mig langar að spyrja hv. þingmann, hann svaraði því eiginlega hérna undir lokin, hvort hann sé ekki samþykkur því að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa nefnd sem kanni — kanni — hvort og þá með hvaða hætti megi aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með það að markmiði að lágmarka áhættuna af rekstri banka o.s.frv., eins og kveðið er á um í þessari þingsályktunartillögu, og hvort hann komi ekki að því starfi að enn frekar verði hægt að skjóta loku fyrir að starfsmenn viðskiptabanka reki fjármálastofnanir eins og vogunarsjóði, eins og hv. þingmaður nefndi.