143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[19:02]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þá vona ég bara að þingmaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir komi með breytingartillögu eða að við getum lagt fram breytingartillögu saman, verið saman á breytingartillögu þess efnis að áðurnefnt lagafrumvarp sem er byggt á því að nauðungarsölur séu stöðvaðar, nákvæmlega sami texti og síðustu tvö skiptin sem þetta var gert, á síðasta kjörtímabili, að við breytum bara þeim lagatexta saman þannig að hann fjalli ekki bara um Íbúðalánasjóð heldur taki til allra fjármálastofnana eins og á síðasta kjörtímabili. Það er boðið mitt. Endilega. Við skulum gera það saman, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hv. þingmaður.