143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:21]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég vil að við förum eftir stjórnsýslulögum og að fólk geti áfram leitað til ráðherra sem æðsta stjórnvalds. Landlæknisembættið á ekki að vera sett í þá erfiðu stöðu að vera beggja vegna borðs, bæði í eftirliti og sem úrskurðaraðili. Það er hættulegt og ólýðræðislegt að fólk geti ekki leitað annað innan stjórnsýslunnar ef það unir ekki ákvörðun embættisins.

Ég segi já.