143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[18:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað er launamunur í landinu. Hv. þingmaður tekur dæmi af fiskverkafólki og eigendum útgerðarfyrirtækja eða fiskvinnslufyrirtækja. Þar er munurinn mjög mikill og kannski mestur.

En það er líka mjög mikill launamunur á milli stjórnenda í venjulegum fyrirtækjum og venjulegs skrifstofufólks sem er á hærri launum en fiskverkafólkið. Það verður svo miklu meira áberandi í litlu þjóðfélagi eins og okkar þegar þeir fáu sem stjórna, þeir fáu sem eru yfir — ég er alltaf að lenda í því að mig vantar einhver orð af því að ég væri svo orðljót og ég get ekki notað ljótustu orðin í þessum ræðustól — þeir sem ráða svífast einskis þegar þeir skammta sjálfum sér og vilja svo meina hvað er nógu gott í liðið. Ég hef vissulega áhyggjur af því og það er hluti af þessu. Það er þetta viljaleysi þeirra sem reka fyrirtæki í landinu til að (Forseti hringir.) taka þátt í að byggja samfélagið upp.