143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:27]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það kom fram í ágætum orðaskiptum þingmanna við hæstv. forseta fyrir einum og hálfum tíma að forseti ætlaði að freista þess að botna það hvernig hann sæi fyrir sér þennan þingfund í kvöld. Ég lýsi eftir því að einhver niðurstaða náist í það mál.

Eins og hér hefur komið fram er alveg gríðarlega mikið verkefni fram undan fyrir þingheim á morgun. Við þurfum að setja okkur inn í breytingartillögur meiri hlutans við fjárlagafrumvarpið og þær breytingartillögur hafa, svo vægt sé til orða tekið, verið heilmikið á floti í fjölmiðlum og lekið á ýmsum stigum og í brotum þannig að nú þegar við erum loksins komin með heildarmyndina sem var dreift í dag eftir að þessi umræða hófst tel ég fulla ástæðu til að taka mið af því í áætlunum hæstv. forseta um fundarhöld hér í kvöld.