143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[22:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta andsvar.

Á síðasta kjörtímabili gekk á ýmsu í samskiptum ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins. Menn voru með ýmsar upphrópanir á þeim bænum sem manni þótti ekki alltaf innstæða fyrir. Nú horfir svo við að skerða á Starfsendurhæfingarsjóð sem er byggður upp á þríhliða samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og breyta eingreiðslum úr honum einhliða af hálfu ríkisins.

Telur hv. þingmaður þetta vera gott innlegg þegar kjarasamningar eru opnir? Telur hún að ríkið geti dregið úr greiðslum í Starfsendurhæfingarsjóð án þess að taka málefnið upp á þeim vettvangi þar sem samið var um það í upphafi, hvað sem mönnum þykir akkúrat um útfærsluna og aðgerðirnar sem mér (Forseti hringir.) hafa fundist vera góðar? Er hægt að brjóta þetta upp einhliða?