143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:47]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Við vinstri græn getum ekki greitt þessari heimild atkvæði okkar. Þetta er afar opin heimild og kom fyrir þegar menntamálaráðuneytið kom á fund fjárlaganefndar og þar sem þeir játuðu að svo væri. Ekkert liggur fyrir um sameiningar framhaldsskóla eins og hér er talað um, þ.e. viðbótarhúsnæði fyrir framhaldsskóla og háskóla í tengslum við sameiningar, breytingar eða hagræðingu á starfseminni.

Hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra hefur ekki enn þá komið fram með neitt sem getur réttlætt svo víðtæka heimild auk þess sem enginn kostnaður eða nokkur skapaður hlutur liggur hér að baki. Því munum við greiða atkvæði gegn þessu.