143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:22]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér ofbýður að þurfa að sitja hér dag eftir dag undir þeim ásökunum að ég hafi gert eitthvert samkomulag sem forsætisráðherra hafi brotið. Ég biðst undan slíkum rangfærslum og ég nenni tæpast að taka þátt í að þurfa dag eftir dag að leiðrétta þær. Ég gerði aldrei neitt samkomulag, ég sagði frá því í þessum ræðustól fyrir hálfu ári og útskýrði hvað hefði gerst. Hæstv. forsætisráðherra braut ekkert samkomulag sem ég hafði gert.

Ég var tiltölulega ný á þingi og það var hér á göngunum í sumar sem égsagði við aðra þingflokksformenn að ég teldi víst að þetta yrði skipt eins og öðrum þingnefndum, 5:4. Það er ekki samkomulag, það eru orð sem voru sögð hér á göngunum. Ég sagði það aldrei úr þessum ræðustól, tók aldrei í höndina á neinum, ég undirritaði ekkert. Auðvitað má alveg segja að orð eigi að standa, en þetta var misskilningur hjá mér og ég varpaði þessu fram af reynsluleysi. (Gripið fram í: Borgið þá fyrir hann.) Og ég biðst undan því að það sé verið að skamma (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra fyrir þessi orð mín. (Gripið fram í: Ooo.)