143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

hjúkrunarheimilið Sólvangur.

[15:27]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir þetta svar. Ég verð samt að lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með að ekki skuli vera komið lengra varðandi Sólvang vegna þess að það er mjög brýnt að finna lausn á þessu máli. Heimilismenn þarna búa við aðstæður sem eru allsendis óviðunandi, ég held að flestir séu sammála um það. Ég hefði því talið að það yrði ákveðið forgangsmál hjá ráðuneytinu og landlækni að finna lausn sem allir gætu sætt sig við.

Núna eru komnar fjórar eða fimm vikur frá því þetta mál kom upp. Þetta er mjög brýnt og þess vegna eru svör ráðherra ákveðin vonbrigði af minni hálfu.