143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

virðisaukaskattur.

289. mál
[16:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þau fáu skipti sem ég ætla ekki að segja neitt segir hæstv. forseti mér að fara í ræðustólinn og tala. Ég er afskaplega hlýðinn þingmaður eins og virðulegi forseti veit þannig að ég geri það auðvitað. Ég hef samt sem áður ekkert miklu við þetta að bæta. Ég held að það sé ekki neinn málefnalegur ágreiningur um þetta mál. Það var góð samstaða um það í hv. fjárlaganefnd fyrir jólin. Það er því mikilvægt að málið fái efnislega og góða umfjöllun.