143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hér hafa óskað eftir skýrri afstöðu forseta þingsins um það hvernig dagskrá eigi að vera háttað. Hér er á dagskrá skýrsla utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið og við töldum, af því að við tókum mark á orðum hæstv. utanríkisráðherra sem má kannski kallast merkilegt í ljósi sögunnar, að þetta yrði einhvers konar grundvöllur undir áframhaldandi umfjöllun á málinu.

Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Ég er á mælendaskrá og á eftir að tjá mig um þessa skýrslu. Mér er það ómögulegt og það er ekki hægt að setja okkur þingmenn í þá stöðu að vera að ræða mál sem við vitum ekki hvernig á að meðhöndla á vegum þingsins og líka gagnvart þeirri endemisöfgatillögu (Forseti hringir.) sem var sett á dagskrá í trássi við minni hlutann í þinginu.