143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[15:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er greinilegt að fólk túlkar lífið á mjög ólíkan máta. Það var þannig að eftir að hér fóru fram þjóðaratkvæðagreiðslur, bæði bindandi og ekki bindandi, kom fram her manna og fór að túlka atkvæði þeirra sem sátu heima. Mjög sérstakt. Það sama á við núna, þessi vitleysa er komin inn á þing í þingskjali frá ríkisstjórninni, frá hæstv. utanríkisráðherra.

Ég vil ítreka spurningu mína sem ég lagði fram áðan um það hvort þingmenn stjórnarmeirihlutans og ráðherrar hafi lesið þessa greinargerð og hvort þeir séu sáttir við hana þegar hún hefur komið hér til umfjöllunar. Það væri gott ef einhverjir stjórnarþingmenn hefðu dug til að koma hér upp og skýra frá því fyrir okkur í þinginu (Forseti hringir.) og þjóðinni.