143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:39]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég sagði í ræðu minni í gær og ég segi það enn að ég vil að þessu máli verði vísað til þjóðarinnar. Ég sagði jafnframt að ég er ósátt við að í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sé jafn mikið og stórt deilumál sett inn í þær kosningar. Þess vegna styð ég ekki að aðildarviðræðuspurningin verði lögð fram samhliða sveitarstjórnarkosningum, þess vegna styð ég ekki heldur að þessi tillaga fái forgang.

Virðulegi forseti. Það á ekkert skylt við traust mitt á þjóðinni. Það er nokkuð gott og hefur alltaf verið.