143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[21:47]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér hefur ekki fundist, eins og ég nefndi áður, að orðið aðlögunarviðræður væri eitthvað sérstaklega slæmt, en mér þótti mjög áhugavert að heyra þegar hv. þingmaður spurði hvaða lög og aðgerðir það væru sem Ísland hefur tekið upp vegna aðildarviðræðna sem það hefði ekki tekið upp með EES eða af sjálfsdáðum. Ég hefði gaman af að heyra svör frá hv. stjórnarliðum við því. En fyrst ég spyr hv. 5. þm. Norðvest.: Ef það væri lýðræðisleg krafa gagnvart hv. þingmanni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið, hvernig mundi hv. þingmaður standa að kynningu á skýrslunni og skýrslugerðinni sjálfri?