143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:40]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti telur eðlilegt að umræðunni um skýrsluna verði undið áfram í dag. Að því búnu verði tekið til við umræðu um tillögu hæstv. ríkisstjórnar um að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Það hafði verið kynnt af forseta strax í byrjun þessarar viku og dagskráin hefur verið síðan lítt breytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið inn á hana þeim málum sem hafa verið tæk til umfjöllunar í þinginu, ýmist úr nefndum eða frá ríkisstjórn eða frá þingmönnum.