143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna.

[11:24]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka svarið. Ég veit vel að við höfum verið að ræða hér skýrslu, ég hef rætt hana í þann tíma sem ég fékk. Niðurstaðan úr þeirri skýrslu er að það er ekkert í henni sem gefur tilefni til að slíta viðræðum, ekki nokkur skapaður hlutur. Ef það er eitthvað í skýrslunni mundi ég gjarnan vilja heyra það, ef ráðherra er ósammála mér. Við vorum hér minnihlutaþingmenn voðalega mikið að tala hvert við annað, ég get ekki sagt að þingmenn stjórnarinnar hafi getað bent okkur á þessi slæmu tíðindi.

Ég var hér áðan bara að vitna beint upp úr fréttinni í gær varðandi það sem hv. þm. Illugi Gunnarsson sagði. (Gripið fram í.)