143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir að rifja upp með hvaða hætti honum var misboðið í ræðustól Alþingis og til hvers það leiddi. Ég hafði skilning á afstöðu hæstv. menntamálaráðherra í því atviki, en undrast það hvernig forseti hefur tekið á atvikinu sem varð hér í gær og hvet hæstv. forseta til að endurskoða þá afstöðu sína. Það er auðvitað þannig að við sem stöndum í þessum ræðustól eigum hér ákveðna friðhelgi. Í sumum þjóðþingum er það nú þannig að það eru einar tvær sverðslengdir frá manni til manns til að verja þingmanninn.

Þegar komið er fram eins og hæstv. ráðherra kom fram við ræðumanninn í gær, og ef forseti samþykkir það, þá er það náttúrlega að opna á hvers konar fíflagang (Forseti hringir.) hér í salnum við ræðumann um langa framtíð. (Forseti hringir.) Það er ákaflega (Forseti hringir.) hættulegt (Forseti hringir.) fordæmi þótt megi kannski (Forseti hringir.) bjóða einum og einum þingmanni (Forseti hringir.) upp á frammíkall öðru hvoru. (Forseti hringir.)