143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[12:42]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er eðlileg krafa löggjafarvaldsins sem felur framkvæmdarvaldinu, hæstv. ríkisstjórn, ákveðin verkefni, og þessir ráðherrar eru að auki, herra forseti, þingmenn á þessari samkundu. Það er ekki óeðlilegt að okkur finnist það sjálfsagt að þeir heiðri okkur af og til með nærveru sinni og þá jafnvel til einhvers frekar en að atyrða þingmenn og hlæja að þeim, sem fest hefur verið á mynd með svo rækilegum hætti að það er viðkomandi mönnum til ævarandi háðungar.

Ég spyr: Er það virkilega svo að talið sé sjálfsagt að hér kalli þingmenn eftir nærveru ráðherra og það sé að engu haft dag eftir dag? (Forseti hringir.) Ég óska eftir því að gert verði hlé á þessum fundi þangað til ráðherrar sjá sér fært að vera hér í salnum.