143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

beiðni um hlé á þingfundi.

[16:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég skil ekki alveg af hverju fundur er ekki núna á milli formanna flokkanna. Ég sá að hæstv. forsætisráðherra var að fara í viðtöl. Allir formenn flokkanna eru í húsi. Ég átta mig ekki alveg á því af hverju við gerum það ekki fyrst og síðan höldum við áfram út frá því samkomulagi, ef það verður eitthvað, sem hægt er að ná. Það er alveg ljóst að samkomulagið sem hér var gert í þarsíðustu viku er ekki lengur við lýði, því að samkvæmt forsætisráðherra varð aldrei neitt samkomulag. Mér finnst það sem hv. þm. Árni Þór Sigurðsson benti á skipta virkilega máli. Það sem var sameiginlegur skilningur um í þarsíðustu viku er greinilega ekki sameiginlegur skilningur og úr því þarf að fá skorið áður en við höldum áfram með þetta mál. Það er bara svo einfalt.