143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[21:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef margoft komið hér og kvartað yfir því að hér fari fram umræða án aðalskúrkanna, ef svo má segja, ég biðst velvirðingar á þessu orðavali.

Eins og hv. þm. Katrín Júlíusdóttir ætla ég að vitna í orð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar þar sem hann höfðar til þess að fólk kjósi flokkinn þrátt fyrir að hann sé á móti Evrópusambandinu og segir, með leyfi forseta:

„Ég tel að það sé vel raunhæft að gera þetta á fyrri hluta kjörtímabilsins næsta. Jafnvel samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Við verðum að sjá til, en Sjálfstæðisflokkurinn styður að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.“

Nú sé ég að hæstv. ráðherra er búinn að setja sig á mælendaskrá. Ég bíð spennt eftir að heyra, í ljósi þessara orða, hvernig hann ætlar að skýra út fyrir því fólki sem kaus hann (Forseti hringir.) viðsnúning sinn í málinu.