143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:32]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek nefnilega undir með hv. þingmanni að það hvarflar einna helst að manni í þessum asa öllum að ríkisstjórnin óttist ekkert meira en góðan samning. Það er svo undarlegt að ekki sé hægt að láta þar við sitja, að óttast samninginn. Það er búið að leysa upp samninganefndina þannig að það liggur alveg ljóst fyrir að aðildarsamningur mun ekki liggja fyrir á næstunni. En Sjálfstæðisflokknum finnst ekki nóg að svíkja það loforð að það væri þjóðin sem fengi að taka ákvörðun um framhaldið, heldur á að slíta viðræðunum sem er meiri háttar tæknilegt vandamál ef það hvarflaði að okkur að taka þær upp aftur síðar. Það er ótrúlegt að hér eigi að brenna framtíðarakra (Forseti hringir.) og strá salti í sárin.