143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[17:36]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur ríkt traust í nefndinni og mér hefur þótt ágætt það verklag að við reynum að kalla til alla aðila sem hafa eitthvað um umhverfismál að segja. Við höfum meira að segja tekið það upp, sem ég tel mjög jákvætt, að boða fjölmiðla á fundina þannig að þeir geti fengið beint í æð alla þá umræðu sem fer fram á nefndarfundum. Það hefur skapast ágætisvenja og góð hefð um fyrirkomulag þeirra funda. Ég finn ekki annað en að það ríki ágætissátt á milli meiri og minni hluta í nefndinni um hvernig framkvæmdin verður.