143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

örnefni.

481. mál
[15:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. En það er einmitt vegna þeirrar greinar sem ég dreg þá ályktun að það sé markmiðið með grunninum að þetta sé nýtt sem víðast og sem best.

Hvað varðar endurnot þegar kemur að tölvutækni og slíku getur það verið vafamál eftir því hvernig vinnsla á sér stað hvernig meðhöndla má gögnin, hvort viðkomandi aðili má taka gögnin og selja þau þriðja aðila, svo dæmi sé tekið. Það er kannski ekki alveg skýrt, það er hins vegar alveg skýrt ef gögnin eru undanskilin höfundarétti.

Ég tek svar hæstv. ráðherra alveg alvarlega, þ.e. að hann treysti sér ekki til þess að fella dóm um það hér og nú, ég kynni þetta kannski bara í nefnd. En ég vil alla vega koma því til hæstv. ráðherra að þetta varðar fleira en bara dreifingu, (Forseti hringir.) aðgengi og endurnot, þetta varðar líka vinnslu á gögnum og kannski sölu (Forseti hringir.) og áframdreifingu á unnum gögnum, gögnum sem verða til við vinnslu úr þessum gögnum.