143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa þrjú bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 722, um gjafsókn, frá Willum Þór Þórssyni, á þskj. 780, um friðhelgi einkalífs í stafrænum heimi, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 737, um uppsagnir starfsmanna ráðuneytisins og starfslið ráðherra, frá Steingrími J. Sigfússyni.

Einnig hefur borist bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 767, um laun og hlunnindi vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið, frá Vigdísi Hauksdóttur.