143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

gjaldmiðilsstefna.

[15:18]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Í mínum huga fer það illa saman að tala annars vegar um aðlögunarhæfni út af krónunni og tala þá, a.m.k. að mörgu leyti, vel um hrun hennar, að það feli í sér einhvers konar aðlögunarhæfni, en tala í hinu orðinu um forsendubrest gagnvart heimilunum sem þurfi að bæta upp með 100 milljarða fjárútlátum úr ríkissjóði. Þetta fer illa saman. Menn verða að tala skýrt í þessum efnum. Eru sveiflurnar góðar eða ekki góðar?

Auðvitað er myndin ekki svart/hvít. Það er ekki gallalaust að taka upp evru en þetta skeið frá 1989–2001, ég endurtek það, vorum við með fastgengisstefnu tengda ERM sem er undanfari evrunnar. Mjög margir halda því fram að rökrétt næsta skref væri í samvinnu við Evrópusambandið að taka upp evruna, fara fyrst inn í ERM II og svo í evruna, m.a. vegna þess að reynslan af efnahagsstjórninni í fastgengi tengdu ERM var góð. (Forseti hringir.)

Ég vil ítreka spurninguna og orða hana kannski aðeins öðruvísi: Mundi það (Forseti hringir.) að slíta viðræðunum núna ekki útiloka þennan möguleika út úr umræðunni? Er það gott?