143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:14]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Margrét Gauja Magnúsdóttir kallaði eftir svörum frá nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég þekki til skulda og ég veit ekki til þess að skuldir verði vandi fyrr en ekki er hægt að greiða af þeim. Skuldavandi án greiðsluvanda er ekki til, skuldir sem hægt er að greiða verða aldrei vandamál. Það er ósköp eðlileg mannleg starfsemi að taka lán.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann um það hvort ekki hafi orðið stór forsendubrestur fyrir fæðingu barna hennar sem þurfa að taka í arf mínus sem nemur einni landsframleiðslu, hvort ekki væri hægt að leiðrétta þann forsendubrest með því að lækka til dæmis skuldir ríkisins.