143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[16:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja einfaldrar spurningar af því að mér finnst eins og svolítið sé verið, eins og í þessu frumvarpi, að taka aðeins á þessu, skýra bótaréttinn. En væri þá ekki rétt að huga í leiðinni að því hvort setja eigi sólarlag á til dæmis deiliskipulag ef þarf að breyta lögum? Ég held að Reykvíkingar hafi miklu meiri áhuga núna því en fá það skýrar útskýrt hvaða bætur er hægt að fá. Ég tel það vera. Væri ekki rétt að ég skoraði á nefndina að velta því fyrir sér hvort rétt væri að setja sólarlag á deiliskipulag?