143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[20:28]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðbjarti Hannessyni fyrir spurningarnar. Ég hefði viljað í sjálfu sér í staðinn fyrir að lækka álögurnar á áfengi sjá jafn mikið fara í forvarnir. Ég hefði viljað sjá sjúklingagjöldin lækkuð. Það er hárrétt sem hv. þingmaður sagði að það eru allt of margir sem búa við ekki nógu góð kjör.

Þess vegna segi ég enn og aftur að ég trúi ekki öðru en að ríkisstjórnin vilji gera betur þrátt fyrir það sem hún hefur ítrekað sýnt í öllum þeim aðgerðum sem hún hefur lagt fram til þessa, að þá hefur hún verið að beina sjónum sínum að þeim sem meira hafa en minna. Það er auðvitað miður og eins og kom fram hér varðandi tekjuskattinn og öryrkjana þá er það eitthvað sem við vitum, að það fólk var algjörlega skilið eftir.