143. löggjafarþing — 107. fundur,  9. maí 2014.

vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.

159. mál
[13:07]
Horfa

Frsm. velfn. (Þórunn Egilsdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég tek undir orð hv. formanns velferðarnefndar og þakka fyrir gott starf og góða samvinnu í þessu viðamikla máli sem nefndin hefur tekist á við í vetur. Það voru margir fundir og það hefur verið mikil vinna, við höfum kafað djúpt í þessi mál, og ég er þess fullviss að við erum að stíga skref í framfaraátt í þessum geira.

Í ljósi þess sem ég sagði hér áðan er þetta mikið mál og þar sem nefndin fjallaði um þessi mál sameiginlega tel ég eðlilegt að við tökum þau aftur upp saman á milli 2. og 3. umr. til nánari yfirferðar og umfjöllunar.

Að lokum ítreka ég þakkir mínar til nefndarinnar.