143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:31]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Hv. þingmaður fór víða í ræðu sinni og sum gagnrýni á rétt á sér en önnur byggir á veikari forsendum. Hún kom meðal annars inn á möguleikann á að velja lán til að greiða upp. Það er skýrt í þessari leið, þá getur skuldarinn valið hvaða lán hann greiðir inn á og lán á lánsveði geta verið þar fyrst.

En spurningin sem mig langaði að beina til hv. þingmanns er: Getur þingmaðurinn bent á betri ávöxtun en að greiða upp greiðslujöfnunarreikninga? Eins og staðan er á sumum lánum er þetta dýrasti hluti lánsins og jafnvel dýrasta lánið sem fólk er með. Ég held áfram í seinna andsvari.