143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[14:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir gott svar og deili um margt með honum skoðun að þessu leytinu. Það er mjög mikilvægt að þetta sé gert í sátt við lífeyrissjóðina. Það er auðvitað verið að umbreyta séreign í annars konar form sem snýr að öryggisþörfum fjölskyldunnar. Mig langar aðeins að halda áfram með þessar vangaveltur, af því að hv. þingmaður kom inn á hið félagslega kerfi og minntist á það í ræðu sinni þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af, því miður. Við þurfum auðvitað að hafa fjölþætt framboð. Ég tel augljóst að vandinn liggi á framboðsleiðinni, við þurfum að auka framboðið tiltölulega hratt ef við ætlum að ná niður verði — hvernig hann sjái fyrir sér að það geti gerst.