143. löggjafarþing — 115. fundur,  15. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair.

600. mál
[12:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég tel mjög brýnt að línurnar séu skýrar þannig að fólk viti í hvaða stöðu það er. Lögreglan má til dæmis ekki fara í verkfall og þá hlýtur að þurfa að semja við hana um launakjör á einhvern tiltekinn hátt. Ég veit að lögreglan var í erfiðri stöðu vegna þess að hún mátti ekki fara í verkfall og eins og allir muna eftir var því alltaf ýtt til hliðar að semja við hana um launakjörin.

Finnst hv. þingmanni ekki mikilvægt að við einhendum okkur í að skýra línurnar, jafnvel í sumar? Við getum ekki farið í neinar djúpar samræður um þetta mál í dag en það má hafa nefndarfundi um mikilvæg málefni þó að við séum í sumarfríi, ekki satt?