143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:46]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég er sammála þeirri meginhugsun að leitast við að lækka höfuðstól húsnæðislána í samræmi við óumdeilanlegan forsendubrest og oftöku af hálfu lánveitenda á eftirhrunsárunum og geng þá út frá því að boðuð skattlagningarleið á fjármálakerfið gangi eftir.

Ég mun greiða atkvæði með tillögum um eignamörk og öðrum tillögum um lagfæringar af félagslegum toga. Verði þær tillögur felldar mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Margt vantar í þessar aðgerðir sem snýr einkum að leigjendum og fólki sem stendur utan vinnumarkaðar. Fyrsta verkefni okkar þegar þing kemur saman á ný verður að taka á lánsveðsmálum en ég tel mjög dapurlegt og ámælisvert að það hafi ekki verið gert í þessum aðgerðum á markvissan hátt.