144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:21]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef bara eina spurningu til hv. þingmanns eftir ræðu hans hér og eftir það sem hann hefur sagt opinberlega á fésbókinni sinni og annars staðar, sem er þá gott að fá fram í ræðustóli Alþingis, í umræðu um fjárlög næsta árs: Styður hv. þingmaður þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka matarskattinn um 71% eða úr 7% í 12?