144. löggjafarþing — 9. fundur,  22. sept. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:05]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hafa tvö bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 62, um ríkisstofnanir undir dómsmálaráðherra sem gegna hlutverki eftirlitsstjórnvalda, frá Össuri Skarphéðinssyni, og á þskj. 64, um ríkisstofnanir undir innanríkisráðherra sem gegna hlutverki eftirlitsstjórnvalda, einnig frá Össuri Skarphéðinssyni.