144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

bráðaaðgerðir í byggðamálum.

19. mál
[18:20]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmanni tókst ekki að ganga fram af þeirri sem hér stendur að þessu sinni. En ég velti fyrir mér sameiningu sveitarfélaga. Við lifum í stóru landi og fámennu. Ég reikna fastlega með því að hv. þingmaður sé að tala um fjölgun íbúa í sveitarfélögum. Það getur verið snúið. Vissulega eru margir staðir okkar smáir en þá þurfum við að huga að meiri samvinnu.

Með því að sameina sveitarfélög þá erum við líka að tala um að við fækkum störfum í sveitarfélögunum og hvert starf telur. Við viljum auka fjölbreytni og styrkja byggðirnar, en þá þurfum við líka að hafa ákveðna stjórnsýslu, ákveðin störf úti um allt land. Það er hlutur sem við megum ekki gleyma að horfa til og ég vona að hv. þingmaður skoði það.